Lenti í sjálfheldu á Einhyrningi

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hvolsvelli, undan Eyjafjöllum og úr Landeyjum voru kallaðar út í dag vegna manns sem var í sjálfheldu í fjallinu Einhyrningi.

Maðurinn, sem er tvítugur Dani á ferð með fjölskyldu sinni, var ekki slasaður en komst hvorki lönd né strönd og þurfti því aðstoð fjallamanna björgunarsveitanna til að komast niður.

Einhyrningur er innst í Fljótshlíð, afar bratt og illfært þrátt fyrir að vera ekki nema rúmir 600 metrar á hæð. Fjallið er bratt og hyrnt eins og nafnið bendir til en þó manngengt.

Björgunarmenn komu að manninum um 16:50 og voru komnir niður á jafnsléttu aftur um klukkan 17:40.

UPPFÆRT KL. 18:23

Fyrri greinÍrsk þjóðlagatónlist og villt barokk í Skálholti
Næsta greinKristjana og Svavar Knútur á Sólheimum