Lenti á hvolfi úti í skurði

Rétt fyrir klukkan tvö í dag valt fólksbíll á Suðurlandsvegi við Kotströnd og hafnaði á hvolfi í skurði.

Tveir sjúkrabílar og lögreglubíll frá Selfossi fóru á vettvang en ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, komst óslasaður og hjálparlaust út úr honum. Bíllinn er töluvert skemmdur.

Tildrög slyssins eru í rannsókn.

Fyrri greinLandsbankinn styður handboltann áfram
Næsta greinFjórir fengu umhverfisverðlaun