Lélegt skyggni á Heiðinni

Vegagerðin og Veðurstofan vara við lélegu skyggni á Hellisheiði og í Þrengslum.

Með kvöldinu hefur snjókoma aukist á suður- og suðvesturlandi. Jafnframt hefur bætt í vind er skyggni fremur lítið, ekki síst á Hellisheiði og í Þrengslum. Veðrið gengur niður á þessum slóðum seint í kvöld.

Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Snjóþekja og sjókoma er á flestum vegum á Suðurlandi og allt austur að Kvískerjum.