Leki kom að Dísu

Leki kom að dýpkunarskipinu Dísu í Þorlákshafnarhöfn á áttunda tímanum í morgun. Vel gekk að dæla úr skipinu.

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Þorlákshöfn, Selfossi og Hveragerði fóru á vettvang og unnu við dælingu úr vélarrými og lest skipsins fram eftir morgni.

Vinna á vettvangi gekk vel eftir að dælur slökkviliðsins komu á staðinn og lauk störfum slökkviliðs um klukkan 10:30.

Fyrri grein„Fyrri hálfleikur var algjör skandall“
Næsta greinFjölbreytt dagskrá á Safnahelgi