Leituðu skjóls á Klaustri

Frá Kirkjubæjarklaustri í kvöld. Ljósmynd/Landsbjörg

Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri, þar sem 34 ferðamenn leituðu skjóls.

Núna klukkan tíu er búið að opna aftur Þjóðveg 1 austur að Vík í Mýrdal, en austan við Vík er lokað allt austur á Djúpavog.

Ekkert ferðaveður er á svæðinu og vegir meira og minna lokaðir. Beðið er með mokstur til morguns.

Hellisheiði og Þrengsli eru lokuð en vegirnir eru á óvissustigi til klukkan 7 í fyrramálið.

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi til klukkan 10 í fyrramálið og þá tekur við gul viðvörun á suðausturlandi sem gildir til klukkan 13 á morgun.

Fyrri greinBjörn Jóel kom heim með gull
Næsta greinGina Tricot opnar á Íslandi