Leituðu fram undir morgun

Björgunarsveitarmenn leituðu fram á fimmta tímann í nótt að konunni sem saknað er í Fljótshlíð. Leitar var haldið áfram klukkan átta í morgun.

Um 170 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni, þeirra á meðal sigmenn, sérhæft leitarfólk og hópar með leitarhunda. Þá tók fólk á fisflugvélum þátt í leitinni ásamt köfurum frá ríkislögreglustjóra.

Gert var hlé á leitinni á fimmta tímanum í nótt og fyrstu leitarhópar hófu svo aftur störf rétt fyrir klukkan átta í morgun. Nú eru um 40 manns að störfum og verður fjölgað í leitarliðinu þegar líður á daginn.

Stöðufundur með lögreglu var haldinn í morgun og tekin var ákvörðun um að útvíkka leitarsvæðið til austurs. Búið er að leita Bleiksárgljúfrið þar sem erlenda konan fannst látin afar ítarlega og er það mat manna, þ.m.t. köfunarhópa sem þar hafa verið að störfum, að það sé fullleitað.

UPPFÆRT KL. 10:05

Fyrri greinStokkseyringar felldu ekki Ísbjörninn
Næsta greinSigursteinn og Krókus sigruðu í A-flokki