Leituðu að öldruðum manni við Eyrarbakka

Björgunarsveitir á Árborgarsvæðinu voru kallaðar út laust fyrir miðnætti í gær til að leita að öldruðum karlmanni frá Eyrarbakka í nágrenni við þorpið.

Maðurinn hafði farið akandi að heiman um klukkan sex en þegar hann skilaði sér ekki heim hafði dóttir hans samband við lögreglu og var ákveðið að hefja leit að manninum.

Bilaður bíll mannsins fannst skammt frá fuglafriðlandinu norðan við Eyrarbakka og fannst maðurinn við Óseyri skömmu síðar. Hann var heill á húfi.

Fyrri greinFjögurra mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun
Næsta greinHorfði á sjónvarpið þangað til lögreglan kom