Leitinni að Matthíasi hætt

Leit hefur verið hætt að strokufanganum Matthíasi Mána Erlingssyni og er óvíst með framhaldið. Einhverjir verða á svæðinu á morgun en leit verður ekki jafn umfangsmikil og hún hefur verið í dag.

Um fimmtíu björgunarsveitarmenn voru á svæðinu í dag auk leitarhunda, sérsveitarmanna, fangavarða og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Björgunarsveitarmenn fundu húfu Matthíasar við girðinguna á Litla-Hrauni og sjá máttu ummerki við girðinguna þar sem talið er að hann hafi sloppið út.

Fyrri greinFjölmennt lið leitar fanga
Næsta grein„Innbrot er ömurleg reynsla“