Leitarsvæðið þrengt

Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni, slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og Landsbjörgu munu halda áfram leit á Þingvallavatni í dag að Belganum sem talinn er hafa lent í vatninu síðastliðinn laugardag.

Eingöngu verður leitað með köfurum í dag en í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að rannsókn málsins hafi leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins.

RÚV greinir frá því að mynd sem maður­inn sendi móður sinni skömmu fyr­ir báts­ferðina gefi vís­bend­ing­ar um hvaðan hann fór út á vatnið.

Fyrri greinSelfoss spilar um 5. sætið
Næsta greinFlugeldasýningunni á Jökulsárlóni frestað til sunnudagskvölds