Leitað að vitnum að líkamsárás

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kærð hefur verið til lögreglunnar á Suðurlandi líkamsárás sem talin er hafa átt sér stað um klukkan 4:00 aðfaranótt sunnudagsins 9. júní síðastliðins í kjölfar tónleika sem haldnir voru við Hvítahúsið á Selfossi.

Mun atvikið hafa átt sér stað sunnan við tónleikasvæðið, gegnt Bílanaust, í kjölfar þess að þolandi hafði rætt við ökumann leigubifreiðar.

Óskar lögregla eftir því að þeir sem veitt geti upplýsingar um atvikið hafi samband við lögreglu í póstfangið sudurland@logreglan.is.

Fyrri greinGræni herinn hefur nýja ljóstillífun í Hveragerði
Næsta greinBlóm í bæ um næstu helgi