Leitað að vitnum að líkamsárás

Undirgöngin undir Eyraveg við Hagatorg á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar líkamsárás gegn konu á Selfossi aðfaranótt 21. júní síðastliðins og leitar nú að vitnum að árásinni.

Árásin var gerð við undirgöngin undir Eyraveg við Hagatorg á milli kl. 5 og 5:30 að morgni miðvikudagsins 21. júní.

Hafi einhver orðið vitni að þessari árás er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögregluna í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is.

Fyrri greinMótmælir harðlega breyttum opnunartíma sundlaugarinnar
Næsta greinRúta stórskemmdist í eldi