Leitað að vitnum að líkamsárás

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi auglýsir eftir mögulegum vitnum að líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan Lyfju á Selfossi um kl. 13:00 í dag, sunnudag.

Þar er karlmaður á fertugsaldri talinn hafa orðið fyrir árás annars manns sem sagður er hafa slegið þolandann með einhverju áhaldi í höfuðið með þeim afleiðingum að hann er kinnbeinsbrotinn. Meintur gerandi er talinn hafa farið á brott í bifreið strax eftir atvikið.

Þetta kemur fram í áríðandi tilkynningu sem lögreglan birti á Facebooksíðu sinni rétt í þessu.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hringja í 112 og biðja um samband við varðstjóra á Selfossi eða senda tölvupósti á 1309@tmd.is.

UPPFÆRT KL. 19:03

Fyrri greinListasafn Árnesinga fékk úthlutað úr Barnamenningarsjóði
Næsta greinTvö mótorhjólaslys á laugardag