Leitað að vitnum að líkamsárás

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að meintri líkamsárás sem varð á eða við göngustíg á Selfossi við Hólatjörn, þann 30. júlí um kl. 00:45. Þar er karlmaður talinn hafa veist að konu.

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að líkamsárásinni að hafa samband í síma 444 2000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á Suðurlandi.

 
Áverkar konunnar sem talin er hafa orðið fyrir árásinni eru taldir minniháttar en engu að síður mikilvægt að upplýsa um málsatvik eins og kostur er.
Fyrri greinMikið um dýrðir á Flúðum um helgina
Næsta greinHeimilt að hefja starfsemi í Efstadal II að nýju