Leitað að vitnum að ákeyrslu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðastliðinn laugardag, þann 9. nóvember um klukkan 4, var ekið utan í bifreið sem stóð á bílastæði bak við Austurveg 21 á Selfossi.

Bifreiðin, sem er hvít Toyota Yaris, er töluvert tjónuð. Sá sem olli óhappinu er vinsamlegast beðinn að hafa samband við lögreglu.

Ef einhver varð vitni að atvikinu er sá hinn sami beðinn um að gefa sig fram við lögreglu.

Fyrri greinSyngja allt milli himins og jarðar
Næsta greinMarkaður í Turninum á laugardag