Leitað að tilnefningum til umhverfisverðlauna Árborgar

Fjölskyldan á Árbakka 5 á Selfossi fékk verðlaunin fyrir fallegasta garðinn í fyrra. Ljósmynd/Árborg

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar leitar nú eftir tilnefningum frá íbúum til umhverfisverðlauna sveitarfélagsins árið 2019.

Óskað er eftir ábendingum um snyrtilega garða, fallegar götur og fyrirtæki og atvinnurekstur þar sem umgengni er góð.

Eins og undanfarin ár verða verðlaun fyrir framúrskarandi snyrtimennsku og metnað fyrir umhverfi og náttúru veitt á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi helgina 8.-11. ágúst næstkomandi.

Tekið er við ábendingum frá íbúum til 2. ágúst næstkomandi í gegnum póstfangið thjonustumidstod@arborg.is eða í gegnum þjónustuverið í síma 480-1900.

Fyrri greinKristján og félagar heiðraðir í ráðherrabústaðnum
Næsta greinBjörk með HSK met í Laugavegshlaupinu