Leitað að ökumanni bifreiðar

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir því að ökumaður bifreiðar sem lenti í umferðaróhappi við reiðhjól þann 1. júlí síðastliðinn gefi sig fram við lögreglu.

Umferðaróhappið varð á gatnamótum Fossvegar og Eyravegar og bifreiðin sem um ræðir er grár lítil fólksbifreið.

Ökumaður stöðvaði og gaf sig á tal við barn sem var á reiðhjólinu, sem afþakkaði frekari aðstoð en lögreglu vantar frekari upplýsingar um málið.

Fyrri greinTíu hagkvæmar íbúðir í Hveragerði
Næsta greinÁrborg sótti stig í sex marka leik