Leitað að manneskju í sjónum við Reynisfjöru

Í Reynisfjöru. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru í Mýrdal þar sem björgunarsveitir leita nú að manneskju sem lenti í sjónum.

Vísir greinir frá þessu og hefur eftir Davíð Má Bjarnasyni upplýsingafulltrúa Landsbjargar, að rétt fyrir þrjú hafi borist tilkynning um að maður hafi lent í sjónum.

Strax hafi fjölmennt lið björgunarsveita verið kallað út. Þá er björgunarbátur úr Vestmannaeyjum á leið á svæðið ásamt fleiri viðbragðsaðilum.

Fyrri greinMálþing um áhrif COVID-19 á geðheilsu
Næsta greinBanaslys í Reynisfjöru