Leitað að konu í Skaftafelli

Mynd úr safni. Ljósmynd/Kyndill

Á sjöunda tímanum í kvöld voru björgunarsveitir á suðausturlandi kallaðar út vegna leitar að konu í Skaftafelli.

Konan er á ferð um landið með litlum hóp og var á göngu með samferðamönnum sínum í dag þegar hún varð viðskila við hópinn. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um miðjan daginn.

Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir í Skaftafell um klukkan 19 í kvöld og nú er nokkur fjöldi hópa að leita á svæðinu.

Hvasst er í Skaftafelli og leynist hálka víða. Veðurstofan spáir versnandi veðri í nótt.

UPPFÆRT KL. 7:07: Konan fannst um klukkan hálf eitt í nótt og var flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík.

Fyrri greinAf hverju ertu ekki með matreiðsluþátt Einar Bárðarson???
Næsta greinÞórsarar settu stigamet