Uppfært: Julian Carl fundinn

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi leitar nú að Julian Carl Kristóferssyni, sem fæddur er árið 2003.

Síðast er vitað af ferðum Julian í gærkvöldi þann 30. júlí  um kl.23:00 á Ingólfstorgi. Julian er búsettur í Hveragerði.

Julian var klæddur í grásvartar gallabuxur og svarta stóra dúnúlpu og er líklega í Converse skóm. Julian er grannvaxinn með brúnt axlarsítt liðað hár sem hann hefur yfirleitt í teygju.

Ef einhver hefur upplýsingar um ferðir hans, er hann beðinn um að hringja í síma 444 2000 á milli 8:00 og 16:00 eða í Neyðarlínuna, 112.

UPPFÆRT KL. 23:58: Julian Carl er fundinn heill á húfi. Lögreglan vill þakka öllum sem deildu tilkynningu hennar.

Fyrri greinAllt í hnút í 2. deildinni
Næsta greinFurðudýr á Kötlugrunni