Leitað að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar leituðu á og við Þingvallavatn til klukkan 22 í gærkvöldieftir að tilkynning barst um undarlegan hlut á floti á sunnanverðu vatninu, nærri Villingavatni, um miðjan dag í gær.

Fljótlega fannst uppblásinn eins manns kajak og með honum flaut bakpoki. Við skoðun á bakpokanum kom í ljós að eigandi hans er erlendur ferðamaður sem hafði gist á tjaldsvæðinu á Þingvöllum nóttina áður.

Björgunarsveitir hófu leit aftur klukkan 9 í morgun.

Lögreglan vinnur nú í því að fá upplýsingar frá aðstandendum ferðamannsins varðandi ferðaáætlanir og plön og nýtur við það aðstoð utanríkisþjónustu Utanríkisráðuneytisins.

Fyrri greinÆgir í úrslitakeppnina – Hamar vann mikilvægan stórsigur
Næsta greinSkoða hvort hægt sé að kafa við Steingrímsstöð