Leitað að Almari á Suðurlandi

Almar Yngvi hefur til umráða bifreiðina HUX90, sem er grár Chevrolet Spark. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Almars eru beðnir um að hafa strax samband við lögregluna í síma 112.

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að Almari Yngva Garðarssyni, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur leitað í dag meðfram strandlengjunni frá Þorlákshöfn og út með Reykjanesi og leitarhópar björgunarsveitanna hafa verið á ferðinni í Árnessýslu, meðal annars í uppsveitunum.

Leitarsvæðið á Suðvesturhorninu er nokkuð stórt og hafa björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi einnig verið kallaðar út til aðstoðar, auk Landhelgisgæslunnar.

Almar Yngvi er 190 cm á hæð, grannur, dökkhærður og með skeggrót. Hann er sennilega klæddur í hvíta hettupeysu, svörtu 66 vesti og gráum íþróttaskóm. Síðast er vitað um ferðir hans í Hafnarfirði milli kl. 2 og 3 aðfaranótt sunnudags. Almar Yngvi hefur til umráða bifreiðina HUX90, sem er grár Chevrolet Spark.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Almars eru beðnir um að hafa strax samband við lögregluna í síma 112.

Fyrri greinTvö vinnuslys tilkynnt til lögreglu
Næsta greinTvær bílveltur í uppsveitunum