Leitað að veiðimönnum í Hveragerði

Bæjarráð Hveragerðis hefur samþykkt að auglýsa eftir tilnefningum frá bæjarbúum um Hvergerðinga sem myndu njóta þess að veiða frítt í Varmá í sumar.

Á síðasta fundi bæjarráðs var kynnt bréf frá stjórn Veiðifélags Varmár og Þorleifslækjar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur átti hæsta tilboð í
veiðirétt félagsins næstu þrjú árin.

Í bréfinu kemur fram að landeigendur að ánum fái einn veiðidag með tveimur stöngum frían. Í framhaldinu ákvað bæjarráð að auglýsa eftir veiðimönnum sem gætu komið til með að nýta sér þann veiðidag sem sveitarfélagið á rétt á.

Tilnefningum skal skilað til bæjarins í apríl.

Fyrri greinViðbótarútgjöld aukin
Næsta greinTuttugu hrossum bjargað úr húsi