Leitað að manni við Ölfusá

Umfangsmikil leit stendur nú yfir á bökkum Ölfusár en talið er að maður hafi fallið í ána í nótt.

Lögreglan fékk tilkynningu um málið kl. 2:40 í nótt og voru björgunarsveitir kallaðar samstundis út. Mannsins var saknað en bíll hans fannst skammt frá Selfosskirkju.

Að sögn Viðars Arasonar, í svæðisstjórn björgunarsveita, eru 120 manns við leit núna, allar sveitir í Árnessýslu en einnig úr Rangárvallasýslu og af höfuðborgarsvæðinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flogið yfir ána og drónar eru einnig notaðir við leitina. Auk hafa slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu verið kallaðir út sem og báðatæknar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fyrri greinÓlafur Laufdal kaupir tíu lóðir í Grímsnesi
Næsta grein„Allar bjargir sem í boði eru nýttar“