Leitað að manni á Eyjafjallajökli

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að hefja leit að erlendum ferðamanni sem saknað er á Eyjafjallajökli.

Maðurinn var á ferð með tveimur félögum sínum í gær og hugðust þeir ganga frá Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi að gígnum í Eyjafjallajökli. Varð hann viðskila við þá og hefur ekki skilað sér til baka. Mennirnir eru allir erlendir og þaulvanir fjallamenn.

Björgunarsveitarmenn úr Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu eru á leið upp á Eyjafjallajökul en sækist förin hægt því leiðin er erfið yfirferðar og skyggni afar slæmt.

Fyrri greinStarfsdagar þroskaþjálfa á Selfossi
Næsta greinÍbúar bera ekki kostnaðinn