Leitað að vitnum

Ekið var á vinstra afturhorn ljósgrænnar Nissan Sunny fólksbifreiðar þar sem hún stóð fyrir utan Lágengi 8 Selfossi um helgina.

Áreksturinn átti sér stað á tímabilinu frá kl. 22 á föstudag 6. janúar til hádegis á laugardag.

Lögreglan biður þann sem kannast við málið að hafa samband við lögreglu sem og þá sem veitt geta upplýsingar um atvikið. Sími lögreglu er 480 1010.