Leitað að vitnum að umferðarslysi

Lögreglan á Suðurlandi leitar að ökumanni og vitnum að umferðarslysi sem var á mótum Engjavegar og Rauðholts á Selfossi fyrir hádegi laugardaginn 9. apríl síðastliðinn.

Þá var fólksbifreið ekið á hjólreiðamann á Engjavegi við Rauðholt. Ökumaður bifreiðarinnar og vegfarendur huguðu að hjólreiðamanninum sem taldi sig ekki hafa slasast og var því ekki kölluð til lögregla á vettvang.

Nú þarf lögregla að ná tali af ökumanni og/eða vitnum að slysinu.

Þeir sem geta veitt upplýsingar geta haft samband við lögreglu í síma 444-2010 milli klukkan 08 og 16 á virkum dögum eða senda tölvupóst á sudurland@logreglan.is.

Fyrri grein„Grátlegt að hafa ekki unnið“
Næsta greinErik hættur með FSu