Leitað að vitnum að líkamsárás

Um klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags var óskað eftir lögreglu og sjúkraliði vegna ölvaðs manns við Hvítahúsið á Selfossi.

Hann var með áverka í andliti og talið að ráðist hafi verið á hann.

Dyraverðir á skemmtistaðnum höfðu tekið mann sem var grunaður um að hafa ráðist á manninn.

Lögreglan biður þá sem kannast við málið og hafa séð árásina að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinÞurftu að „sleppa“ ölvuðum ökumanni
Næsta greinÖlóður maður á Örkinni