Leitað að vitnum að líkamsárás

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á Flúðum þann 6. ágúst síðasliðinn um klukkan 01:40.

Þar veittist hópur manna að tveimur karlmönnum. Árásin átti sér stað fyrir utan aðalinnganginn að Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.

Sími lögreglunnar á Suðurlandi er 444-2000 og netfangið sudurland@logreglan.is.

Fyrri greinSamið um smáþörungarækt í Jarðhitagarði ON
Næsta greinSelfoss sigraði á Ragnarsmótinu