Leitað að vitnum að líkamsárás

Líkamsárás sem átti sér stað aðfaranótt 21. júlí sl. á veitingastaðnum Fróni við Eyrarveg á Selfossi var kærð til lögreglu.

Þar munu fjórir aðilar hafa gegnið í skrokk á þeim fimmta með höggum og spörkum skömmu fyrir lokun staðarins.

Nauðsynlegt er fyrir lögregu að ná tali af þeim vitnum sem voru á vettvangi og eru þau beðin að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.

Fyrri greinFimm minniháttar umferðaróhöpp
Næsta greinBuster þefaði uppi amfetamín