Leitað að vitnum

Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað um klukkan 10:00 í morgun, fimmtudaginn 5. júlí á Austurvegi á Selfossi, til móts við afleggjaran að Laugardælum.

Jeppling var þá ekið yfir umferðareyju við umrædd gatnamót þar sem malbikunarframkvæmdir fóru fram.

Vitni eru vinsamlegast beðin um að setja sig í samband í síma 444-2000 eða með einkaskilaboðum á Facebook.

Fyrri greinÞingvallavegur lokaður í kvöld
Næsta greinÞrautaganga Selfoss heldur áfram