Leitað að vitni að árekstri

Lögreglan á Selfossi leitar að vitni að árekstri á bílastæðinu við Bónus á Selfossi mánudaginn 9. september 2013 um klukkan 17:30.

Málsatvik eru þau að blárri Range Rover var ekið utan í Toyota Rav en ökumaður Range Roversins ók af vettvangi. Vitni að árekstrinum tók niður skráninganúmer og fór með það til starfsmanns Bónus sem lét eiganda Toyota bifreiðarinnar vita.

Ekki er vitað hvert vitnið var og leitar lögreglan þess. Lögreglan á Selfossi biður þetta vitni að hafa samband í síma lögreglu 480 1010.

Fyrri greinUmferðartafir við Núpsvötn
Næsta greinLögreglan á Selfossi lýsir eftir Brynju Mist