Leitað að svikahrappi

Lögreglan leitar nú að erlendum manni sem stundar það að fara frá ógreiddum hótelreikningum.

Maðurinn lét sig hverfa frá hóteli í umdæmi Hvolsvallarlögreglunnar í síðustu viku en í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn hafi leikið þennan leik víða um landið.

Lögreglan hefur vitneskju um hver maðurinn er og er hans nú leitað.