Leitað að stolnu reiðhjóli

Svörtu Schwinn Hybrid karlmannsreiðhjóli með hvítum stöfum var stolið á milli klukkan átta og sex síðastliðinn miðvikudag þar sem það var geymt á bak við hús Íslandsbanka við Austurveg á Selfossi.

Hjólið er nýlegt með nagladekk og svartan bögglabera.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um hjólið eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.