Leitað að sjónarvottum

Um klukkan 18 á annan dag jóla var ekið utan í vinstri afturhurð Toyota Yaris bifreiðar sem var kyrrstæð og mannlaus á bílastæði við Samkaup á Selfossi.

Eigandi bílsins hafði brugðið sér inn í verslunina stutta stund. Á stæði við vinstri hlið Toyotunnar var silfurlituð, líklega Minivan, bifreið.

Skorað er á sjónarvotta og þann sem þarna átti hlut að máli að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinTíu ára aldurstakmark í sund
Næsta greinSlapp vel úr bílveltu