Leitað að Sigga, Sidda eða Silla

Aðfaranótt laugardags voru unnin eignaspjöll á blárri Toyota Yaris sem stóð í Hafnarbergi í Þorlákshöfn á móts við hús númer 4 og 6.

Allt bendir til að gengið hafi verið á vélarhlíf og toppi bifreiðarinnar.

Um klukkan 03:30 sást til nokkurra unglinga við bílinn og einn lá í götunni. Sá stóð upp og haltraði frá bifreiðinni. Vangaveltur eru uppi um að hann hafi farið upp á þak bifreiðarinnar og fallið í götuna. Sá unglingur var sagður grannur og hávaxinn. Einhver úr hópnum, tveir eða þrír drengir og ein stúlka, kölluðu hann Sigga, Sidda eða Silla.

Lögreglan biður viðkomandi og þá sem veitt geta upplýsingar um atvikið að hafa samband í síma 480 1010.

Fyrri greinPöntuðu pítsur með leigubíl og neituðu að borga
Næsta greinDagbók lögreglu: Alvarleg slys með tveggja mínútna millibili