Leitað að ökumanni ljósblárrar bifreiðar

Miðvikudaginn 15. október var ekið utan í vinstra afturbretti grárrar Mercedes Benz bifreiðar sem var kyrrstæð og mannlaus í stæði við körfuboltavöllinn hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Atvikið átti sér stað klukkan 12:20.

Vitni sá ljósblárri fólksbifreið bakkað á Benzinn og henni síðan ekið af vettvangi. Í bifreiðinni voru fjórir eða fimm strákar að sögn vitnisins sem náði ekki niður skráninganúmerinu.

Ökumaður þeirrar bifreiðar og þeir sem veitt geta upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Sprautuðu úr dufttæki í orlofshúsi
Næsta greinViðar Örn tilnefndur sem besti sóknarmaðurinn