Leitað að ökumanni eftir ákeyrslu

Rétt fyrir klukkan eitt á laugardag var grárri Suzuki Vitara bifreið bakkað á rauða Nissan Almera bifreið sem var kyrrstæð og mannlaus á bifreiðastæði við Sundhöll Selfoss.

Ökumaður Suzuki bifreiðarinnar ók af vettvangi án þess að gera viðvart. Vitni var að ákeyrslunni en það náði ekki að sjá skráningarnúmer Suzuki bifreiðarinnar.

Lögreglan biður ökumann umræddrar bifreiðar og þá sem geta veitt frekari upplýsingar að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinRotaðist á brúarstöpli
Næsta greinBraut upp skáp og stal veski