Leitað að Max og Nicky

Lögreglan á Hvolsvelli er að hefja leit og eftirgrennslan að pari, Max 22 ára frá Þýskalandi og Nicky 29 ára frá Austurríki.

Þau eru saman á ferðalagi og ætluðu að láta vita af sér miðvikudaginn 18. júlí en hafa ekki gert.

Síðast heyrðist frá þeim 14. júlí og voru þau þá stödd austan Torfajökuls, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglan biður þá, sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um ferðir parsins, að hafa samband í síma 488 4110.