Leitað að Matthíasi í Reykjadal

Enn hefur ekkert spurst til Matthíasar Þórarinssonar sem hefur verið saknað frá því í október.

Lögreglan lét leita að Matthíasi í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði eftir að ábendingar bárust um mann þar sem svipaði til Matthíasar. Leitað var í öllum skálum og húsum á svæðinu en án árangurs.

Síðast sást til Matthíasar í verslun Fjarðarkaupa í Hafnarfirði þann 10. desember en lögreglan telur líklegt að hann haldi til á Suðurlandi. Engar vísbendingar gefa til kynna að hann hafi farið úr landi.