Leitað að hvítri fólksbifreið

Um klukkan 15:30 í gær, mánudag, var ekið utan hægri afturhlið nýlegrar Subaru Justy bifreiðar sem var kyrrstæð og mannlaus í stæði framan við Bónus í Hveragerði.

Greinilegt er að hvítri fólksbifreið hafi verið ekið utan Subaruinn.

Lögreglan biður þann sem hlut á að máli sem og þá sem vita eitthvað um málið að hafa samband í síma 480 1010