Leitað að hlaupara á Rangárvöllum

Björgunarsveitir voru kallaðar út síðdegis til þess að leita að hlaupara sem fór frá sumarhúsi á Rangárvöllum í dag.

Búið er að kalla út björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og úr Landeyjunum auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og leitarhundar eru komnir á svæðið.

Maðurinn hljóp af stað frá sumarhúsi á Rangárvöllum og ætlaði að hlaupa 25 km leið á Hellu. Leitarsvæðið er því nokkuð stórt en leitarskilyrði eru góð.