Leitað að hestamanni í Gnúpverjahreppi

Björgunarsveitir frá Selfossi og úr uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út til leitar að manni í Gnúpverjahreppi laust eftir miðnætti í kvöld.

Maðurinn hafði farið ríðandi á milli bæja ásamt fleirum en þegar hestur hans skilaði sér mannlaus til bæjar um kl. tíu í kvöld var farið að óttast um manninn.

Björgunarsveitir voru kallaðar út á miðnætti en bóndi í hreppnum fann manninn heilan á húfi rúmum 40 mínútum síðar.