Leitað að Frakka á Fimmvörðuhálsi

Laust fyrir klukkan eitt í dag voru björgunarsveitir í Vík, Landeyjum, undir Eyjafjöllum og frá Hellu og Hvolsvelli kallaðar út til leitar að manni á Fimmvörðuhálsi.

Um er að ræða franskan ferðmann sem hringdi á Neyðarlínuna, sagðist veikur, orðinn örmagna og óskaði eftir aðstoð. Áður en tókst að fá nánari upplýsingar slitnaði símtalið og ekki hefur náðst á manninn aftur.

Björgunarsveitir eru á leið á vettvang og munu einbeita sér að því á fyrstu skrefin að leita gönguleiðina frá Þórsmörk yfir á Skóga.

UPPFÆRT 15:30: Náðst hefur eitthvað samband við manninn en þó það takmarkað að staðsetning liggur ekki fyrr. Þyrla Landhelgisgæslu er nú á leið í loftið með miðunartæki og á að freista þess að miða út síma mannins.

Fyrri greinViltu vinna á Landsmóti á Selfossi?
Næsta greinÚtblástursloft barst inn í hjólhýsið