Leitað að fjögurra ára dreng á Selfossi

Stór hópur viðbragðsaðila var kallaður út í morgun til þess að leita að fjögurra ára dreng sem hafði týnst frá heimili sínu á Selfossi.

Björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir til leitarinnar, en meðal annars var ræstur út stór hópur björgunarsveitarfólks sem var á námskeiði í leitarfræðum í Hveragerði í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu fannst svo drengurinn nokkrum mínútum eftir að beiðni um aðstoð björgunarsveita barst. Hans hafði þá verið saknað í rúmar þrjátíu mínútur.

Sjúkraflutningamenn fundu drenginn skammt frá heimili sínu og var hann heill á húfi.

Fyrri greinBílslys við Jökulheima
Næsta greinHamar í toppmálum