Leitað að Fjallabaki

Leit hefur staðið yfir síðan um miðjan dag í dag að frönsku pari á Fjallabaksleið nyrðri sem hafði samband við Neyðarlínuna þar sem konan var slösuð á fæti.
Hafi einhver upplýsingar um ferðir fólksins eða annað sem hjálpað gæti við leitina er bent á lögregluna á Hvolsvelli í síma 480 4110 eða 112.

Fólkið hringdi í Neyðarlínuna um kl. 15 í dag og sagðist þá vera statt við austan við Landmannalaugar í nágrenni við Grænalón. Hálendisgæslan var ekki langt frá og fór til að aðstoða parið.

Fólkið fannst hins vegar ekki og eftir því sem leið á daginn hafa fleiri og fleiri björgunarsveitir af Suðurlandi verið kallaðar út til leitar.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um fólkið er bent á að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 480 4110 eða við Neyðarlínuna í síma 112.

Fyrri greinFlottur Selfosssigur eftir langt hlé
Næsta greinSigurður Eyberg í Hamar