Leitað að amerískum pilti

Lögreglan á Hvolsvelli hefur hafið eftirgrennslan að amerískum pilti, Nathan Foley-Mendelssohn, sem ætlaði að ganga Laugaveginn frá Landmannalaugum og Fimmvörðuháls að Skógum.

Hann lagði af stað frá Landmannalaugum þann 10. september sl. Hann var líklega klæddur í sama jakka og á meðfylgjandi mynd, í svörtum buxum og með með bláan bakpoka.

Vitað er af honum á Húsavík, Ísafirði og svo í Landmannalaugum frá mánaðarmótum og fram til 10. september, en eftir það hefur ekkert heyrst frá honum.

Þeir sem einhverjar upplýsingar hafi um þennan pilt láti lögregluna á Hvolsvelli vita í síma 488 4110 eða í tölvupósti á netfangið hvolsvollur@logreglan.is.

Fyrri greinEyrir sprotar eignast 24%
Næsta greinTaldi sig sjá neyðarblys