Leitað að 17 ára pilti

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir 17 ára pilti, Karel Atla Ólafssyni, sem fór frá heimili sínu í gærmorgun um kl. 6:30 og hefur ekki komið heim til sín eftir það.

Lögreglan segir mjög líklegt, að hann haldi sig á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar Karel Atli fór að heiman var hann klæddur í svartar buxur, svarta sokka og engum skóm. Að ofan var hann í grænum anorakk. Karel er um 170 cm á hæð, grannvaxinn og ljósrauðhærður.

Ef vart verður við ferðir Karels Atla skal hafa samband við lögregluna á Selfossi 480-1010.