Leit við Ölfusá hætt í bili

Leit að manni sem fór í Ölfusá aðfaranótt sunnu­dags hef­ur ekki borið ár­ang­ur. Um þrjátíu björg­un­ar­sveit­ar­menn leituðu meðfram ánni og í grennd við hana í dag.

mbl.is greinir frá þessu,

Leit hófst klukk­an fimm síðdeg­is og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Gunn­ari Inga Friðriks­syni, verk­efna­stjóra svæðis­stjórn­ar björg­un­ar­sveit­anna, var ákveðið að hætta leit í bili laust fyr­ir klukk­an níu í kvöld.

Þrátt fyr­ir ágætis­veður í dag eru leit­ar­skil­yrðin erfið þar sem vatns­yf­ir­borð ár­inn­ar hef­ur hækkað mikið frá því á sunnu­dag.

Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um næstu form­legu leit en Gunn­ar Ingi seg­ir að ákveðnu eft­ir­lits­hlut­verki verði gegnt áfram, meðal ann­ars með drón­um.

Frétt mbl.is

Fyrri greinHamar byrjar á sigri – KFR tapaði
Næsta greinBjarg byggir 55 íbúðir á Suðurlandi