Leit lokið í Þorlákshöfn

Þorlákshöfn. Ljósmynd / Chris Lund

Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið staðfestingu á því að fatnaðurinn sem fannst í Skötubótinni í Þorlákshöfn í morgun hafi verið skilinn eftir af drengjum sem voru að sulla í sjónum við Þorlákshöfn í gærkvöldi.

Drengirnir skiluðu sér allir heim í gær og allar áhyggjur því ástæðulausar, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Bátaflokkar björgunarsveitanna í Árnessýslu voru kallaðir út í dag til öryggisleitar eftir að fatnaðurinn fannst í fjörunni. Lögregla þakkar björgunarsveit þeirra aðkomu sem og greinargóðar upplýsingar frá vitnum.

Fyrri greinBátaflokkar kallaðir til öryggisleitar í Þorlákshöfn
Næsta greinEnginn tekinn vegna fíkniefnaaksturs