Leit lokið í Bleiksárgljúfri

Leitinni að Ástu Stefánsdóttur í Bleiksárgljúfri í Fljótshlíð er að ljúka. Um 100 meðlimir björgunarsveita hafa verið við störf í allan dag í gljúfrinu.

Þar beindist leitin að 30 m háum fossi og hylnum undir honum. Var vatni dælt frá fossinum þannig að betur mætti komast að.

Dælingin gerði það kleift að skoða betur svæðið á bak við hann en þar kom í ljós gangakerfi sem ekki er talið mögulegt að leita í.

Verið er að taka saman, ganga frá búnaði og björgunarmenn að hverfa til síns heima.

Fyrri grein„Þetta var rússíbanareið“
Næsta greinVarað við öflugri lægð